Hafnarfjörður, 28. janúar 2012
Sæl foreldrar og forráðamenn knattspyrnuiðkenda yngri flokka FH
Nú fer senn að líða að næstu skráningu í Nóra kerfið fyrir sumartímabilið (apríl – september) og samhliða því fer að koma að endurgreiðslu hjá þeim sem skráðu börn sín í Íbúagáttina í október.
Stjórn Barna- og unglingaráðs (BUR) hefur ákveðið að endurgreiðslurnar úr Íbúagáttinni komi til frádráttar æfingagjöldunum fyrir næsta tímabil. Gjöldin fyrir næsta tímabil yrðu því skv. töflu 1
TAFLA 1
Fæðingarár Iðkenda | Flokkur | Iðkendagjöld | skráning Íbúagáttar til frádráttar | Til greiðslu í Nóra |
1996 | 3 | 32.500 | 10.200 | 22.300 |
1997 | 3 | 32.500 | 10.200 | 22.300 |
1998 | 4 | 32.500 | 10.200 | 22.300 |
1999 | 4 | 32.500 | 6.800 | 25.700 |
2000 | 5 | 28.500 | 6.800 | 21.700 |
2001 | 5 | 28.500 | 6.800 | 21.700 |
2002 | 6 | 28.500 | 6.800 | 21.700 |
2003 | 6 | 28.500 | 6.800 | 21.700 |
2004 | 7 | 22.500 | 6.800 | 15.700 |
2005 | 7 | 22.500 | 6.800 | 15.700 |
2006 | 8 | 16.000 | 0 | 16.000 |
2007 | 8 | 16.000 | 0 | 16.000 |
Þar sem við getum tekið skránna frá Íbúagáttinni og keyrt inn í Nóra kerfið sparar þetta okkur töluverða vinnu og umsýslu við að elta uppi korta- eða reikningsnúmer fyrir endurgreiðslu og tengja við kennitölu iðkenda.
Ef einhverjir foreldrar/forráðamenn una þessu ekki og vilja frekar fá endurgreiðsluna greidda til sín og greiða full iðkendagjöld næst, mun liggja frammi eyðublað á ætluðum skráningardegi í Krikanum í mars, þar sem viðkomandi getur fyllt út þær upplýsingar sem þörf er á vegna endurgreiðslunnar.
Með bestu kveðju
Helgi Halldórsson, formaður BUR
Thelma Jónsdóttir, gjaldkeri BUR
Þórður Bjarnadson, ritari BUR
Em ekki í dag er ennþá eitthvad slappur
ReplyDeleteSiggi Ó