A2-liðið lagði Grindavík að velli í morgun 6-0. Siggi Ó 2, Baldur Búi 2, Kormákur 1 og Hrólfur 1 settu mörkin. Þið spiluðuð vel og það var fínn bragur á liðinu og gaman að halda hreinu.
A-liðið tapaði 3-4 fyrir Keflavík seinna í dag. Leon kom okkur yfir snemma leiks en Keflavík jafnaði. Anton Gunnar kom okkur aftur yfir eftir skyndisókn en við fengum á okkur afar ódýr mörk á síðustu mínútum fyrri hálfleiks og Suðurnesjamenn leiddu í 2-3 í hálfleik. Þeir bættu svo fjórða markinu við í byrjun seinni hálfleiks en Bjarki minnkaði muninn 5 mínútum fyrir leikslok en við náðum ekki að jafna.
Mér fannst við vera lengi að ná taktinum í leiknum en eftir svona 25 mínútum þá náðum við betri tökum á leiknum og héldum boltanum betur. Þess vegna var það klaufalegt að fá þessi mörk á okkur í lok fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik var jafnræði með liðunum en við fengum því miður ekkert út úr leiknum.
Þetta voru fyrstu leikirnir á nýju tímabili og það var gaman að sjá ykkur aftur í 11-manna bolta. Það voru fjölmargir leikmenn að stimpla sig inn og það er ljóst að það verður góð samkeppni um sæti í liðinu, þannig á það að vera.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Kemst ekki á æfingu í dag vegna veikinda.
ReplyDelete-Arnór Daði
kemst ekki á æfingu, er bólginn á ristinni
ReplyDeletekv daníel J
kemst ekki á æfingu á dag (mánudagur) er veikur
ReplyDeletekv guðbjörn
komst ekki ´æi dag er veikur kv benni a
ReplyDeleteTek frjálsíþróttaæfingu í dag.
ReplyDeleteKv. Kormákur
Ég kem ekki í dag verð á handbolta æfingu
ReplyDeleteKv hrólfur