Saturday, November 26, 2011

Enginn leikir á Ásvöllum á morgun

Þjálfarinn í ÍBV var að hringja í mig og við verðum að fresta leikjunum á morgun. Ástæðan er að skrúfan í Herjólfi er biluð og þeir hafa ekki náð að gera við hana. Það voru engar ferðir í dag og það horfir ekki vel að þeir geti siglt í fyrramálið og það er ekki hægt að bíða lengur með að taka ákvörðun, því verðum við að fresta leikjunum.

Engu að síður er A-leikurinn gegn Breiðabliki í Fífunni og við ætlum að boða Pétur, Baldur Búa, Hrólf og Dag Óla í hópinn á morgun. Mæta tilbúnir 17:30 í Fífuna.

1 comment:

  1. Brynjólfur Aron,er veikur kem ekki á æfingu í dag

    ReplyDelete