Wednesday, September 7, 2011

Hóparnir í undanúrslitunum

Leikur FH og Stjörnunnar hefst kl. 19:00 á Stjörnuvelli, mæting kl. 18:00.

Hópurinn: Dóri, Gulli, Jón Már, Siggi K, Böddi, Anton, Lárus, Flóki, Dagur, Siggi Bond, Ingvar, Ellert, Brynjar Geir, Anton Gunnar, Tindur og Kristófer Óttar.


Leikur FH og Fylkis er settur á kl. 17:00 í Kaplakrika á föstudaginn mæting kl. 16:00. Athugið að tímasetning gæti breyst en það verður komið á hreint á morgun.

Hópurinn: Kristófer Óttar, Gísli, Andrés, Brynjar Geir, Arnór, Atli, Arnar Steinn, Tindur, Anton Gunnar, Ellert, Úlfar, Arnar Helgi, Brynjar Örn, Sólon, Gunnar Davíð og Benedikt Arnar.


Þið eruð búnir að standa ykkur frábærlega í sumar og þetta er búið að vera meiriháttar skemmtilegt tímabil. Okkar aðalsmerki hefur verið barátta, grimmd og það sem öllu skiptir; að við gefumst aldrei upp!  Setjum núna punktinn yfir i-ið og komum okkur í úrslitaleikina!

Við vonum að allir sem eru í 3. flokki mæti á leikina og hvetji félaga ykkar og endilega reynið að fá sem flesta til að mæta.

Að lokum viljum við þakka fótboltamömmunum fyrir frábæran mat í kvöld!

1 comment: