Tuesday, September 13, 2011

Framhaldið...

Við náðum ekki að landa sigrinum í gær en það munaði litlu. Við höfum yfirleitt spilað betur í sumar, við héldum boltanum ekki eins og við erum vanir og það vantaði aðeins meira stál í okkur að halda þetta út. En þrátt fyrir tap í gær hafið þið staðið ykkur frábærlega í sumar og þetta hlýtur að fara í  hinn margfræga Reynslubanka sem er þannig gerður að þú leggur stöðugt inn í hann og getur tekið úr honum að vild án þess að höfuðstóllinn lækki. 

Framundan er að við stefnum á að taka lokaslúttið nú í vikunni... nánari fréttir af því hér á síðunni...

1 comment: