Eftir að hafa athugað vel alla kosti þá höfum við ákveðið að þetta verður bara dagsferð til Eyja. Ástæðan er einfaldlega sú að það hækkar verðið um helming ef við hefðum gist yfir nótt. Við spilum leikina, höfum smá tíma þar á eftir en svo siglum við heim um kvöldið, vonandi með 6 stig í sjópokanum!
Leikirnir verða á föstudag, ekki fimmtudag vegna vallarmála í Eyjum. Við munum keyra til Landeyjarhafna í tveimur álíka smárútum og við förum í norður. Okkur vantar tvo fullorðna (sem tóku ökupróf 1988 eða fyrr) til að keyra.
Á þriðjudag munum við velja 27 manna leikmannahóp sem fer til Eyja. Leikur FH 2 gegn Fylki sem vera átti á föstudag frestast fram í næstu viku.
Ferðakostnaður á ekki að vera meiri en 6.000 kr. og greiðist við brottför.
Dagskrá:
Föstudagur 12. ágúst:
10:00 Brottför frá Mekku íþróttanna á Íslandi, Stad de Kaplakriki.
13:00 Herjólfur leggur af stað frá Landeyjahöfn til Eyja.
15:30 ÍBV - FH A-lið
17:00 ÍBV - FH B-lið
19:00 Borðað einhversstaðar í Eyjum.
20:30 Brottför frá Eyjum.
00:00 Heimkoma í Stad de Kaplakriki.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Kem ekki á æfingu, er ekki nógu góður í bakinu síðan í dag
ReplyDeleteAnton Gunnar
mæti eitthvað seint i dag er að fara i klippingu kl 10
ReplyDelete- svavar
komst ekki á æfingu í dag .. var eitthvað rosalega slappur og ákvað að taka því rólega og vera frekar góður fyrir vestmanneyjar
ReplyDelete-stefán
komst ekki á æfingu var rosa slappur í rifbeininu
ReplyDeletekv benni A