Tuesday, July 12, 2011

Markmannsnámskeið

Vegna þess að námskeiðin tvö sem voru í síðasta mánuði fylltust og ég varð að vísa nokkrum frá, þá hef ég ákveðið að halda markmannsnámskeið dagana 25.júlí- 29.júlí. í Kaplakrika. Þetta eru semsagt 5.tímar. mánudag-föstudags.
Námskeiðið byrjar kl.13 og er til 14. 

Eins og áður kemur þekkt knattspyrnufólk í heimsókn og krakkarnir fá glaðning frá stuðningsaðilum námskeiðsins. Meðal annars 25% afslátt af markmannsvörum frá Jóa Útherja. Skráning er þegar hafin á markmannsnamskeid@gmail.com og í síma 7738037

Krakkarnir læra undirstöðuatriði markvörslu og um þann aga sem þarf að hafa til þess að verða góður í þessari stöðu sem mikilvægust er í fótboltanum í dag.

kv. Gunnleifur Gunnleifsson

No comments:

Post a Comment