Sunday, June 26, 2011

KR-leikirnir

Við unnum mikilvæga sigra á miðvikudaginn gegn KR. Við vissum að þeir yrðu erfiðir andstæðingar í A og sú varð raunin. Þetta var hörkuleikur en við vorum grimmir og baráttuglaðir. Menn unnu saman allir sem einn og uppskáru góðan 4-1 sigur.

B-liðið vann einnig góðan sigur. Í fyrri hálfleik vorum við svona í rólegri kantinum en engu að síður 3-0 yfir. Við töluðum um það í hálfleik að við gætum bætt við okkur og við ættum að keyra á þá í seinni hálfleik. Það gerðuð þið svo sannarlega því boðið var upp á markaveislu í seinni hálfleik og við unnum 11-0. Hápunktur leiksins hlýtur að teljast glæsilegt mark hjá Andrési a.k.a. "Sópurinn", sem skoraði sitt fyrsta mark í tvö ár og fögnuðurinn í samræmi við það.

En það var góð stemmning í þessu bæði hjá A- og B. Við vorum grimmir og ákveðnir en höfðum líka gaman að þessu. Þannig á það að vera, þegar við skorum eiga allir að fagna mörkunum saman sama hver staðan er.

Nú er einn leikur eftir í fyrri umferð, gegn Breiðabliki 2 í Kópavogi og það er mikilvægastu leikir tímabilsins til þessa.

En fyrst er það bikarinn gegn Fjölni á miðvikudaginn. Við einbeitum okkur að þeim leik og höldum áfram að einbeita okkur að einu verkefni í einu.

No comments:

Post a Comment