A-liðið vann 4-1 en staðan var 3-1 í hálfleik. Siggi Bond (2), Arnar Steinn og Siggi K skoruðu mörkin. Boltinn gekk nokkuð vel innan liðsins. Punktar sem við getum lært:
- Þegar miðjumaður droppar á milli miðvarðanna og sækir boltann þá fara miðverðirnir lengra út og bakverðirnir fara hærra og lengra út og breytast í raun í kantmenn.
- Þegar við tökum færsluna þegar miðvörður er með boltann og kantur kemur ská á móti boltanum þá skipta staðsetningar og tímasetningar öllu máli. Kantmaður verður að halda stöðunni hátt uppi og utarlega þangað til miðvörður er tilbúinn að senda boltann - þá kemur hann snöggt inn í svæðið.
- Það vantaði stundum hlaup inn í svæði á bakvið vörnina. Ég veit að varnarlína Blika lá yfirleitt aftarlega en samt vantaði stundum að ógna á bakvið.
- Við erum hættulegir í föstum leikatriðum, með góða spyrnumenn og í þessum leik með góða hæð. Í raun er hver aukaspyrna nálægt teig og hornspyrnur marktækifæri fyrir okkur og við þurfum að vera ennþá grimmari fyrir framan markið og koma boltanum inn.
B-liðið átti mjög kraftmikinn og fínan leik í fyrri hálfleik og leiddu 5-1 í hálfleik. Við gáfum eftir í fyrri hluta seinni hálfleiks og leikurin endaði 6-2. Tómas 2, Anton Gunnar 2, Atli 1 og Oliver 1. Nokkrir punktar:
- Þegar markvörður okkar hefur boltann þá verða okkar miðverðir að vera fljótari að fara gleitt út, á sitt hvort vítateigshornið og bakverðir að fara lengra út og eilítið hærra þannig að við getum kastað boltanum út og hafið sókn fljótt. Ef að það gengur ekki, þá koma öftustu fjórir inn - ýta svo út - og við getum sparkað út þegar liðið er í jafnvægi.
- Við þurfum að geta notað varnarlínuna betur til að færa boltann á milli kanta. Miðverðir þurfa að gefa dýpt þegar bakvörður er með boltann og sömuleiðis þegar hinn miðvörðurinn er með boltann.
- Andrés þarf enn að bíða eftir fyrsta markinu síðan á yngra ári í 4. flokki :)
Bæði A- og B-liðið eru í ágætri stöðu. Mér sýnist að A-liðið eigi ekki raunhæfa möguleika að vinna mótið vegna markatölu en hins vegar getum við endað mótið jafnir að stigum og Stjarnan og Breiðablik ef við vinnum. B-liðið á hins vegar alla möguleika að verða Faxaflóameistari ef þeir vinna Stjörnuna. Mér sýnist að það sé hreinn úrslitaleikur.
bara eins og united chelsea
ReplyDelete