Monday, April 4, 2011

Tapað - fundið!

Nýr liður á síðunni; Tapað - fundið:


Máni tapaði gulum Adidas takkaskóm í Kórnum á laugardaginn. Skórnir voru í svörtum Pumasundpoka og er pokinn merktur Mána. Óförum Mána er ekki lokið því fyrir viku skildi hann eftir treyju á gervigrasinu í Kapla. Þetta er svört treyja rend niður á brjóst með hvítri rönd á ská að framan. Treyjan er frekar ný og var ekki búið að fara með hana í merkingu.


Ef þið vitið eitthvað um skóna eða treyjuna þá endilega komið þeim upplýsingum á framfæri við Mána. Ég veit líka að Andresovic týndi FH-buxum eftir ÍBV leikinn um daginn ef einhver veit um þær þá lætur hann vita.

2 comments:

  1. ég er orðinn slappur svo ég mun ekki mæta á æfinguna á eftir (mánudag) - Goði

    ReplyDelete
  2. Spilaði Arnar Helgi ekki í buxunum þegar hann tók markið eftir b leikinn

    - Atli

    ReplyDelete