Sunday, March 6, 2011

Góðir sigur á Haukum

B-liðið byrjaði Faxaflóamótið með góðum 0-4 sigri á Haukum á Ásvöllum á fimmtudag. Í fyrri hálfleik vorum við dáldinn tíma að ná takti og var staðan markalaus í hálfleik. Við bættum okkur mikið í seinni hálfleik. Tindur skoraði þrjú mörk og Brynjar eitt mark beint úr hornspyrnu.

Allir lögðu sig fram og voru staðráðnir í því að vinna og það skiptir öllu máli. Við eigum að geta flutt boltann betur á milli kanta og hreyfingin á okkar fremstu mönnum þarf að vera betri. Við þurfum að vinna betur saman, t.d. annar að koma á móti bolta hinn að sýna hlaup í svæði bakvið vörnina. En góður sigur og góð byrjun á mótinu.

No comments:

Post a Comment