Íþrótta- og tómstundastyrkir - Umsóknarfrestur er til 15.febrúar
Við minnum á að þann 1. febrúar opnar á ný fyrir umsóknir um íþrótta- og tómstundastyrki. Með staðfestingu í gegnum Íbúagáttina samþykkir forráðamaður barns að Hafnarfjarðarbær greiði viðkomandi félagi niðurgreiðsluna vegna þátttöku barnsins í námskeiði á vegum félagsins.
Niðurgreiðslur eru greiddar félögum/deildum fyrir hvern iðkanda til lækkunar á þátttökugjaldi sem hér segir: Börn, sex til tólf ára: 1.700 kr. – Unglingar, 13–16 ára: 2.550 kr. Miðað skal við fæðingarár.
Niðurgreiðslur ná til tveggja íþrótta- og/eða tómstundagreina í senn.
Nánari upplýsingar um íþrótta- og tómstundastyrkina eru í Íbúagáttinni á www.hafnarfjordur.is og hjá Þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar í síma 585 5500
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment