Friday, February 18, 2011

Helgin

Helgin er hefðbundin en eins og síðustu laugardaga erum við frá 16-17 og 17-18.

Á sunnudaginn spilar B-liðið æfingaleik við HK í Fífunni. Við reyndum talsvert að fá fleiri leiki en skólar í Garðabæ, Kópavogi og Reykjavík eru að detta inn í vetrarfrí þ.a. margir strákar fara í frí. En við erum búnir að fá vilyrði fyrir æfingaleikjum á næstu vikum gegn hinum ýmsu liðum. Svo byrjar nú Faxaflóamótið í næstu viku þ.a. það verður nóg af leikjum.

Við ætlum að mæla knatttækni ykkar. Þetta eru knattþrautir KSÍ sem þið kannist kannski við en aðlagaðar að ykkar aldursstigi. Við höfum æfingatíma á mánudaginn og svo væntanlega mælingu mánudaginn 28. febrúar. Svo mælum við aftur í maí og svo september.

8 comments:

  1. Kem ekki í kvöld, er meiddur
    -Hlynur

    ReplyDelete
  2. Ég þarf að hvíla í dag og verð líklega frá um helgina líka, en læt vita
    kv. Benni A

    ReplyDelete
  3. kem ekki á æfingu er að fara í bústað

    kv.Hreiðar

    ReplyDelete
  4. kem ekki á æfingu er í afmæli kv emil

    ReplyDelete
  5. kemst ekki á æfingu á morgun laugardag er að fara í jeppaferð

    Bjarni

    ReplyDelete
  6. kem ekki á æfingu í dag ætla að hvíla hnéið

    Sólon

    ReplyDelete
  7. kemst ekki á æfingu í dag er veikur
    kristófer óttar

    ReplyDelete
  8. Kemst ekki á æfingu, er veikur.

    -Arngrímur

    ReplyDelete