Saturday, February 26, 2011

Góð ferð á Skagann

Þið stóðuð ykkur vel í Akraneshöllinni í morgun.

A-liðið vann 6-2 en staðan í hálfleik var 5-1. Flóki 3 og Ingvar, Ellert og Siggi Bond sitt markið hver.
Það sem við megum bæta er að flytja boltann betur á milli kanta og oft vorum við að taka of margar snertingar á miðsvæðinu.

B-liðið vann góðan 3-2 sigur. Við komumst yfir með marki Arnars Helga eftir góða sókn en Skagamenn jöfnðu beint úr aukaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik lékum við nokkuð vel og bættum við tveimur mörkum. Gunnar Davíð náði forystunni á nýjan leik með glæsilegu marki og Hans Adolf skoraði það þriðja er hann fylgdi vel eftir. Skagamenn minnkuðu muninn skömmu fyrir leikslok en við börðumst og unnum góðan sigur. Við bættum okkur spilamennsku jafnt og þétt. Það vantaði helst að skipta betur milli kanta og láta vaða á markið þegar við komumst í færi.

4 comments:

  1. það mun ég vera ég, fyrsta markið

    -Ingvar

    ReplyDelete
  2. gunnar davíð skoraði annað markið hjá okkur
    Oliver

    ReplyDelete
  3. það pretty much stendur

    ReplyDelete
  4. Væntanlega breytti orri þessu eftir að þeir commentuðu.. asshole.

    ReplyDelete