Eins og þið sjáið eigum við að spila á Akranesi með A-og B-liðin á laugardegi og á sunnudegi á Selfossi með B 2. Ef einhverjir eru að fara út úr bænum um helgina og geta ekki keppt þessa leiki þá þurfum við að vita það sem fyrst þ.a. annaðhvort kommenta eða hringja í okkur þjálfarana.
Þriðjudaginn 1. mars fáum við svo Gígju Þórðardóttur sjúkraþjálfara og líkamsræktarfrömuð í heimsókn og hún ætlar að kenna ykkur nokkrar góðar styrktaræfingar sem eru einnig meiðslafyrirbyggjandi. Einnig ætlar hún að fara vel yfir teygjur í lok tímans.
Í framhaldinu munum við svo láta ykkur fá heimavinnu þar sem þið gerið ákveðna rútínu af styrktaræfingum á hverjum degi. Þ.a. ef þið eruð duglegir að gera þær æfingar heima þá bæði styrkist þið og fyrirbyggið meiðsli.
Kemst ekki á æfingu í dag.
ReplyDelete-Arngrímur
Góðann daginn
ReplyDeleteLangar að benda á að það er ekki frí í Viðistaðaskóla á föstudaginn. Vetrarfrí og skipulagsdagur þar er ekki fyrr en um miðjan mars.
kv Ragnhildur