Sunday, December 12, 2010

Stórsigur hjá B-liðinu

B-liðið vann stórsigur gegn HK í Fífunni í kvöld 8-1 en staðan var 4-0 í hálfleik. Tómas Orri gerði tvö fyrstu mörkin, Gilli 3. markið og Anton Gunnar það fjórða. Arngrímur Ashton skoraði strax í upphafi seinni hálfleiks og Sigurður Óskar bætti því sjötta við. Oliver var svo með tvær rúsínur í pylsuendanum en hann skoraði 7. og 8. markið. Í millitíðinni skoruðu HK-ingar 1. En fín frammistaða hjá ykkur í dag. Jón Már Ferro stóð í markinu og minnti á Walter Zenga.

No comments:

Post a Comment