En þetta var mjög gagnlegt mót. Mörg jákvæð teikn á lofti en að sjálfsögðu fullt af hlutum sem má bæta. En það er gott að geta skoðað leikmenn í mismunandi stöðum og reyna að vinna með eitt eða tvö atriði á milli leikja.
FH - Keflavík 0-1. Við vorum ánægðir með þennan leik að mestu leyti. Við yfirspiluðum Keflvíkinga en þeir skoruðu úr annarri af tveimur sóknum sínum. Hins vegar vantaði að binda endahnútinn á sóknirnar. Við áttum margar góðar fyrirgjafir en það vantaði grimmd inn í teignum. Eins vantaði að miðjumennirnir kæmu framar og styddu við senterinn.
FH - Haukar 2-1. Þetta var okkar slakasti leikur. Það var hreinlega eins og menn kæmu ekki tilbúnir í verkefnið. Talandinn var slakur sem og dekkningin. Það vantaði að ýta liðinu upp og við vorum ósamtaka í varnarfærslum. Eins héldum við boltanum jafnilla og við gerðum það vel í fyrsta leiknum. Ingvar kom okkur yfir en Haukar jöfnuðu þegar um 6 mínútur voru eftir. Kristján Flóki tryggði okkur sigurinn með góðu marki skömmu fyrir leikslok. Við lékum illa en það góða sem við tökum með okkur er að við sýndum karakter og klárðuðum leikinn. Góð lið verða að hafa karakter og seiglu til að klára leiki jafnvel þegar þau eru ekki að spila upp á sitt besta.
FH - Njarðvík 2-1. Þetta var nokkuð öruggur sigur hjá okkur og mun betri leikur en gegn Haukum. Kristján Flóki gerði bæði mörkin, það síðara var einkar vel gert. En algjör óþarfi að fá á okkur mark upp úr engu á síðustu sekúndunum. Þegar svo lítið er eftir eigum við að vera skynsamari.
FH - Grótta 1-1. Við vissum það fyrir leikinn að við þyrftum að vinna með þremur mörkum til að vinna mótið. Þetta var góður leikur af okkar hálfu og við sóttum stíft og sýndum mikinn vilja til að vinna. Kristján Flóki kom okkur yfir og við fengum tvö dauðafæri til að komast í 2-0 þegar um 10 mínútur voru eftir en boltinn fór í slá og Gróttumenn vörðust frákastinu og komust í skyndisókn og jöfnuðu leikinn.
En eins og við segjum þetta var gagnlegt mót og síðasta verkefni okkar fyrir jólafrí. Eftir áramót munum við kappkosta að spila mikið af æfingaleikjum.
kemst ekki á æfinguna á laugardag
ReplyDelete-kristofer
ReplyDeleteMæti ekki á æfingu í kvöld er enþá veikur.
ReplyDelete-Gunnar David