Sunday, November 28, 2010

FH - Haukar

FH og Haukar mætast í N1 deild karla þriðjudaginn 30. nóv kl. 19:45 í Kaplakrika.
Það er frítt á völlinn í boði Rio Tinto Alcan.
Fyrir leikinn verður mikil hátíð og opnar húsið kl. 18:30. Nú er komið að því að slá aðsóknarmetið.
Þeir sem koma fram eru: Erpur Eyvindarson, Friðrik Dór og Hafnarfjarðarmafían.
Boðið verður upp á hamborgara á vægu verði, Heimir Guðjóns og Jörundur Áki muni etja kappi við Eggert Bogason og hans aðstoðarmenn á grillinu þar sem reynt verður að setja met í hamborgarasölu.

Hvernig væri ef 3. flokkur karla myndu hittast allir kl. 19:00, ná sér í góðan stað á pöllunum og að sjálfsögðu mæta allir í HVÍTU.

Dragið alla með á völlinn, afa og ömmu, mömmu og pabba, systkini, fjarskylda ættingja frá Fáskrúðsfirði og bara alla. Við ætlum að setja aðsóknarmet í Kaplakrika og að sjálfsögðu hvetja okkar menn til sigur. Það verður La Bombonera stemmning frá 3. flokki.

Capis?

5 comments:

  1. Mættur!

    Menn mæta auðvitað í síðasta lagi 19.00 og sitja með okkur í Dýnamítinu..sitjum oftast fyrir miðju, neðst!

    kv. anton leifs

    ReplyDelete
  2. Toni reyndu þá að garga þig í gang annað en þú gerir venjulega

    -Bond

    ReplyDelete
  3. til hamingju með þetta siggi.....er alltaf með, nema í síðasta leik þá þurfti ég að vinna fyrir félagið;)
    kv.toni

    ReplyDelete
  4. hahahahahahaha þetta voru nú bara fíflalæti!
    -bond

    ReplyDelete