Thursday, October 7, 2010

Íbúagáttin

Við minnum á að til að fá niðurgreiðslunnar frá Hafnarfjarðarbæ þarf að staðfesta þarf þátttöku viðkomandi barns í Íbúagáttinni á hafnarfjordur.is.

Með staðfestingu í gegnum Íbúagáttina samþykkir forráðamaður barns að Hafnarfjarðarbær greiði viðkomandi félagi niðurgreiðsluna vegna þátttöku barnsins á æfingum á vegum félagsins.

Nánari upplýsingar um íþrótta- og tómstundastyrkina eru í Íbúagáttinni en einnig hjá Þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar í síma 585 5500 og hjá Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar í síma 555 2300.

Vegna þátttöku frá september - desember er gáttin opin frá 1.-15. október.

Ef ekki er staðfest þátttaka fá foreldrar ekki niðurgreiðslur frá Hafnarfjarðarbæ.

No comments:

Post a Comment