Sunday, October 31, 2010

Hljóðlega af stað

Það má segja að við förum hljóðlega af stað þetta haustið. Við höfum ekki frekar en rauða liðið í Bítlaborginni riðið feitum hesti úr fyrstu leikjunum en Gunnar Davíð Kristinsson tryggði okkur fyrsta stigið þetta tímabilið með góðu marki seint í leiknum eftir góða sendingu frá Kristófer "Stófa" Kristinssyni og B-leikurinn endaði 1-1.

Við töpuðum 4-0 í A-liðunum. Breiðablik er með sterkt lið og við sjáum að við þurfum að leggja hart að okkur í vetur og bæta okkur. En Róm var ekki byggð á einum degi.

Við munum reyna að spila mikið í vetur og þreifa okkur áfram hvað varðar liðsuppstillingar og stöður og færast nær því að mynda góðar liðsheildir. Margir leikmenn eiga eftir að spila fleiri en eina stöðu og fleiru en einu liði. Það þarf ekkert endilega að þýða að menn séu að færast upp eða niður heldur erum við fyrst og fremst að skoða ykkur sem leikmenn.

Einn punktur sem við getum dregið lærdóm af í kvöld er að við þurfum að dekka mennina okkar betur og vera fljótari að setja okkur í varnarstellingar þegar við töpum boltanum. Ef við t.d. töpum boltanum hátt uppi á vellinum eigum við oft á tíðum að geta sett pressu strax og freistað þess að vinna boltann framarlega á vellinum. Þá er jú styttra að marki andstæðingana!

Þetta var fróðleiksmoli kvöldsins.

3 comments:

  1. kem ekki a æfingu i dag (manudag) er buinn að vera veikur og a að taka þvi rolega
    kv atli

    ReplyDelete
  2. kemst ekki á æfingu á þriðjudaginn
    -Siggi Th

    ReplyDelete
  3. Ég er var að hugsa að taka mér frí í kvöld(þriðjudagur)og mæta á fimmtudaginn því þá er ég kominn með innlegginn minn...er ekki góður í fætinum
    -Ingvar

    ReplyDelete