Sunday, September 12, 2010

Úrslitaleikurinn

Jæja þá er sjálfur úrslitaleikurinn á morgun kl. 17:15 á Fjölnisvelli.
Mæting ekki seinna en 16:15. Sami hópur og byrjunarlið og í síðasta leik.

Ég vil biðja Kristófer, Úlfar og Þorgeir að mæta í FH-göllum því þið eruð í þessum B-liðshópi og fáið verðlaunapening.

FH splæsir í rútu fram og til baka og ég vil að sjálfsögðu sjá alla í flokknum mæta og taka sem flesta með sér og búa til klikkaða stemmningu. Rútan fer kl. 16:30 frá Kaplakrika.

Þið eruð búnir að standa ykkur frábærlega í sumar og hafið svo sannarlega unnið fyrir því að komast í úrslitaleikinn. Við látum ekki staðar numið hér, heldur förum alla leið og tökum bikarinn með okkur í Kaplakrika. Komum ákveðnir og baráttuglaðir til leiks og njótum þess að spila fótbolta með félögum okkar.

No comments:

Post a Comment