Við getum tekið ýmislegt jákvætt út úr þessum leik þrátt fyrir tap. Ég var virkilega ánægður með þann anda sem þið komuð með inn í leikinn. Mér fannst við setja góða pressu á þá í fyrri hálfleik og vinna boltann framarlega á vellinum. Við náðum hinsvegar ekki að skapa okkur nógu góð færi og ég hefði viljað sjá fleiri skot undan golunni. Við gerðum það vel að vísa vængmönnunum inn og miðjumenn voru yfirleitt duglegir að koma í hjálparvörn.
0-0 í hálfleik og við vorum sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. Mér fannst við ekki fylgja þessu nægilega vel eftir í seinni hálfleik. Við fengum á okkur ódýr mörk og náðum ekki að svara með marki. Það vantar sem fyrr herslumuninn á að ná að klára þessa leiki með sigri en við höldum ótrauðir áfram.
Það sem við megum fyrst og fremst bæta er:
- Halda boltanum betur. Tölum saman, þorum að taka boltann niður og spila.
- Fleiri skot á markið.
- Við þurfum að vera fljótari að ýta vörninni betur út, svo slitni ekki á milli lína.
- Bakverðir þurfa að falla betur inn svo við séum ekki að fá sendingar milli miðvarðar og bakvarðar. Frekar að láta andstæðinginn senda út á kant.
Það má segja að við höfum verið sjálfum okkur verstir í þessum leik. 2-0 yfir í hálfleik og fengum ótal færi til að klára leikinn með þriðja markinu. Þeir voru hinsvegar með fljótan senter sem við höndluðum ekki nægilega vel í seinni hálfleik, þeir ná að jafna og klára svo leikinn í uppbótartíma eftir að við höfðum átt góð færi til að taka öll stigin.
Þetta var vissulega svekkjandi en við getum sjálfum okkur um kennt. Við lékum vel í fyrri hálfleik en við tókum fótinn af pedalanum í þeim síðari. Það var engan veginn sem tónlist í mínum eyrum að heyra andstæðinginn fagna eftir leik, vegna okkar aulagangs. Við vorum að sjálfsögðu sárir og svekktir eftir svona leik en látum hann verða okkur til áminningar að það þarf að klára leikina. Það eru þrír leikir eftir og við þurfum ekki að treysta á neinn nema sjálfa okkur. Komum einbeittir í næsta leik og komum okkur aftur á beinu brautina. Góðir boxarar eru aldrei hættulegri en þegar þeir hafa fengið einn á lúðurinn.
C-leikurinn:
Því miður gat enginn af okkur í þjálfarateyminu verið með ykkur. Ég var skírnarvottur í skírn og gat eiginlega ekki vikist undan þeim heiðri, Heimir var að keppa og Tommy á æfingu. Benni í unglingaráði sem hefur nú verið með okkur á einhverjum æfingum var svo almennilegur að taka leikinn og hafði gaman að því. Hann tjáði mér að fyrri hálfleikur hafi verið strögl en sá seinni miklu betri. Var ekki 4-0 í hálfleik og þetta endaði 6-2? Hverjir sett'ann? Gaman væri að einhver kommentaði á það svo það sé fært til bókar!
Siggi Th og Gunnar Davíð settu hann.. og já leikurinn endaði 6-2.
ReplyDeletegunnar davíð skoraði í fyrri hálfleik en ég man ekki hver staðan var í fyrri hálfleik
ReplyDeleteKv Máni