Eins og þið sjáið er komin dagskrá vikunnar hér til hliðar og eru spennandi verkefni framundan.
Við munum æfa á morgnana. Það er mun þægilegra vegna þess að þá höfum við allt svæðið fyrir okkur en það eru margir leikir í Kaplakrika í þessari viku. Auk þess eigið þið þá allan daginn fyrir ykkur.
Mér skilst að það séu allir sem komast á þessum tíma nema Róbert Leó, Halldór og Þorgeir. Ykkur þremur býðst að æfa með 2. flokki kl. 17:00 á þriðjudaginn og miðvikudaginn. Á mánudag á 2. flokkur leik og á fimmtudaginn er hvort eð er leikur hjá okkur. Ég vil taka það sérstaklega fram að það bitnar á engan hátt á þessum þremur leikmönnum varðandi stöðu í liði þó svo að þeir komist ekki á þessar morgunæfingar, þeir eru löglega afsakaðir.
Svo er bikarúrslitaleikur á laugardag og það er að fæðast sú hugmynd að 3. og 4. flokkar karla og kvenna sitji saman á leiknum í FH-treyjum og geri allt vitlaust. Laugardagurinn verður skemmtilegur og við verðum að vera búnir að æfa einhverja söngva og vera með læti á pöllunum.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
komst ekki á æfingu á mánnudaginn var í bústað
ReplyDeleteþorlákur
Ef að þetta væri Facebook myndi ég Like-a þetta
ReplyDelete--Aron Elí
Efað þetta væri facebook myndi ég like-a comentið þitt aron
ReplyDeletekv.Gulli
kemst ekki á æfinguna á eftir, meiddist lítið í rófubeininu í gær og ætla að hvíla í dag.
ReplyDeletekv.úlfar
ef að þetta væri facebook þá væri Gussi vass búinn að commenta...
ReplyDelete-Róbert