Thursday, August 12, 2010

Bikarúrslitaleikurinn

Það verður ekkert um það að Knattspyrnudeildin fái einhverja miða til að selja yngri flokkunum.

Hinsvegar viljum við endilega að yngri flokkarnir sitji saman í FH-búningum og myndi stemmningu. Þið verðið að kaupa miðana sjálf á midi.is. Ég hvet ykkur til að kaupa miða í H-hólfi í gömlu stúkunni. Það er við hliðina á mafíunni sem er í G en það er uppselt í það. Það eru laus sæti í H-hólfi frá sætaröð A og alveg upp.

Spurning um að 3. flokkur kaupi miða í hólfi H og í röðum a, b, c, d röð í sætum 1-12 en það eru sætin sem eru neðst til vinstri á þessum tengli hér fyrir neðan.

https://midi.is/sale/tickets.aspx?s=%2b7BORbAgXrBL6I92BStqfr3dAz64Fb%2b8v

2 comments:

  1. Umm... linkurinn virkar ekki.

    ReplyDelete
  2. https://midi.is/sale/tickets.aspx?s=%2b7BORbAgXrBL6I92BStqfr3dAz64Fb%2b8

    ReplyDelete