Tuesday, June 22, 2010

Hörkuleikur gegn Blikum

Það var boðið upp á hörkuleik á æfingasvæðinu í Kaplakrika í gærkvöldi þegar FH og Breiðablik mættust á Íslandsmóti C-liða.

FH-ingar komu þéttir til leiks eftir te & rist í Sjónarhóli en þar gerðu okkar menn veitingunum góð skil. Eftir að menn höfðu sporðrennt brauði, ávöxtum og safa, auk þess sem einstaka þroskaðri einstaklingar gæddu sér á tei, þá hófst æsispennandi spurningakeppni um HM milli skóla. Þar vann Lækjarskólaborðið að lokum eftir harða keppni við Víðistaðaskóla. Setbergsskóli rak lestina og voru hreint ekki líklegir til afreka.

Nú upp á gras, og eftir snarpa upphitun hófst leikurinn. Okkar menn óðu í færum til að byrja með og var þar fremstur í flokki fyrirliðinn Ingvar Ingvarsson en inn vildi boltinn ekki. Blikar náðu hinsvegar að setja eitt og leiddu 0-1 í hálfleik. Blikar bættu við marki í seinni hálfleik en enn fengu heimamenn færi sem fóru forgörðum. Það var ekki fyrr en á 67. mínútu að hinn knái Oliver Finnsson skoraði af harðfylgi og hleypti leiknum upp á annað plan. FH-ingar sóttu ákaft að marki Blika síðustu mínúturnar (markið var Setbergsmegin) en allt kom fyrir ekki og okkar menn máttu sætta sig við 1-2 tap.

Þrátt fyrir tapið þá gerðum við margt vel. Hinsvegar fannst mér leikurinn sérlega ánægjulegur fyrir þær sakir að Ingvar spilaði sinn fyrsta leik síðan í nóvember. Eftir langan tíma frá fótboltaiðkun og mikla endurhæfingu kom Ingvar til baka og spilaði feykilega vel. Sama gerði reyndar Stefán en hann hefur verið frá í mun skemmri tíma.

Við rúlluðum leiknum á 18-19 mönnum sem mér finnst persónulega of mikið. Það spiluðu allir a.m.k. 30 mínútur í leiknum en ég vil að þið fáið einnig kost á því að spila heilan leik.
Eins og ég hef sagt við ykkur þá ætla ég að halda svo kölluð hraðmót í Kaplakrika þar sem við verðum með tvö lið og bjóðum 2-3 liðum í mótið og spilum t.d. 30 mínútna leiki, þ.a. menn séu að spila 3-4 30 mínútna leiki. Stefnan er að halda eitt mót áður en við förum á Gothia og annað í ágúst. Eins kemur hreinlega til greina að fá æfingaleiki því eins og þið vitið eru 9 leikir á mótinu hjá C-liðinu samanborið við 12 hjá B og 14 hjá A.

3 comments:

  1. flott frásögn!!
    en ég ætla að kvíla í kvöld, þreyttur og er frekar illt í fætinum eftir gærdaginn:))

    kv Ingvar Ásbjörn Ingvarsson

    ReplyDelete
  2. Kem ekki a æfingu í kvöld er veikur :/
    JMF

    ReplyDelete
  3. Er enþá meiddur :S en kem að horfa á leikkin á morgun :D en kemst ekki dag kv danival

    ReplyDelete