Wednesday, June 30, 2010

HM-leikur!

Jæja nú ætlum við að taka smá getraunaleik. Við giskum á úrslit í þeim HM-leikjum sem eftir eru og byrjum að sjálfsögðu á 8-liða úrslitunum.

Þið fáið 1 stig ef þið spáið rétt um úrslit, en aukastig ef markatalan er einnig rétt.
Þ.a. ef þið giskið á að Brasilía - Holland fari 5-4 fyrir Brasilíu en leikurinn endar svo t.d. 2-1 fyrir Brasilíu fáið þið eitt stig en hefðuð fengið tvö ef leikurinn hefði farið 5-4 fyrir Brasilíu.

Athugið að við giskum á hvernig staðan er eftir 90 mínútur.

Sendið mér ykkar spár á egheitiorri@hotmail.com. Veðbanki lokar kl. 12:03 föstudaginn 2. júlí.

Sigurvegarinn fær stóran bragðaref á Vesturbæjarís.

Leikrnir eru:

Brasilía - Holland
Gana - Úrúgvæ
Argentína - Þýskaland
Paragvæ - Spánn

No comments:

Post a Comment