Ingvar og Brynjar Geir komast ekki. Andri J og Aron Kristján eru meiddir en mega koma með ef þeir vilja. Jóhann Birgir er að keppa í handbolta á föstudagskvöld og kemst því ekki.
DAGSKRÁ
Föstudagur 26. mars:
Hittumst í Firði kl. 14.25.
1. Tökum leið 1 kl. 14:35, (kostar 100 krónur - takið skiptimiða), förum út hjá Landspítalanum kl. 14:59.
2. Tökum leið 15 kl. 15:13, (sýnið skiptimiðann), farið út í Háholti í Mosfellsbæ.
3. Tökum leið 57 kl. 15:45, (afhentið skiptimiðann og greiðið 200 krónur).
4. Farið út úr strætó við Jaðarsbakka á Akranesi (íþróttasvæðið) kl. 16:18.
Ég tek á móti ykkur og við komum okkur fyrir í félagsmiðstöðinni sem er þarna rétt hjá. Ég tilkynni leikmannahópinn.
ÍA - FH hefst kl. 19:00 í Akraneshöllinni. Þeir sem að spila ekki koma á leikinn og hvetja.
Eftir leikinn þá pöntum við pitsu í félagsmiðstöðina og gerum eitthvað skemmtilegt. Þið verðið að koma með pening fyrir því.
Laugardagur 27. mars.
Vöknum kl. 08:00 á laugardagsmorgun.
- Morgunmatur (sem þið komið sjálfir með). Göngum frá farangrinum þ.a. við séum tilbúnir til brottfarar.
- Æfing í Akraneshöll (allur hópurinn) frá 09:00 - 10:15. Sturta og stutt sund.
- Náum í farangurinn í félagsmiðstöðina.
- Tökum strætó kl. 11:44 við Jaðarsbakka.
- Komnir í Háholt kl. 12:19.
- Tökum leið 15 niðrí bæ kl. 12:21.
- Svo reddið ykkur bara heim. Þannig að þið sjáið að þið ættuð að vera komnir í Hafnarfjörð um 13:00.
Strætó kostar 300 krónur hvor ferð = 600 krónur.
Gistingin í félagsmiðstöðinni kostar 1.000 krónur.
Peningur fyrir pizzu, nammi og sundi.
Þið þurfið að hafa með ykkur
- dýnu (9. bekkingarnir á Laugum fá dýnu), svefnpoka/sæng.
- Fótboltadót.
- Stuttbuxur/sundskýlu, handklæði.
- Morgunmat.
Ég fer á bíl vegna þess að ég þarf að vera mættur í fermingu á laugardagsmorgun. Heimir kemur á föstudagskvöld og verður með ykkur um nóttina og stjórnar æfingunni daginn eftir og sér til þess að þið haldið tímaáætlun og náið strætónum suður á tilsettum tíma. Annars eruð þið sjálfir ábyrgir að fylgja þessum einföldu leiðbeiningum. Þetta verður bara smá ævintýri fyrir ykkur :)
Ef að þið komist ekki með þá verðið þið að láta mig vita sem fyrst.
Þó svo að þetta sé ferð með A-hópinn stefnum við að ferð með allan hópinn í vor, hvort sem við förum á Selfoss, Laugarvatn, Vík í Mýrdal...
þori að veða 1000 kalli að Gulli skilur ekki anus hvað er í gangi
ReplyDelete--RoniEl
það eru landliðsæfingar um helgina.. en klárlega vík í mýrdal í sumar heldur en allt annað ! :D
ReplyDelete-doddi