Tuesday, March 23, 2010

Akranesferðin

Hópurinn: Alex Birgir, Anton, Aron Elí, Biggi, Brynjar J, Brynjar Smári, Böðvar, Dagur, Danival, Doddi, Emil, Flóki, Gulli, Halldór, Jakob, Jón Arnar, Jón Már, Kristján, Lárus, Róbert Leó, Siggi K, Siggi Bond, Snorri, Tindur og Þorgeir.

Ingvar og Brynjar Geir komast ekki. Andri J og Aron Kristján eru meiddir en mega koma með ef þeir vilja. Jóhann Birgir er að keppa í handbolta á föstudagskvöld og kemst því ekki.


DAGSKRÁ


Föstudagur 26. mars:

Hittumst í Firði kl. 14.25.

1. Tökum leið 1 kl. 14:35, (kostar 100 krónur - takið skiptimiða), förum út hjá Landspítalanum kl. 14:59.

2. Tökum leið 15 kl. 15:13, (sýnið skiptimiðann), farið út í Háholti í Mosfellsbæ.

3. Tökum leið 57 kl. 15:45, (afhentið skiptimiðann og greiðið 200 krónur).

4. Farið út úr strætó við Jaðarsbakka á Akranesi (íþróttasvæðið) kl. 16:18.

Ég tek á móti ykkur og við komum okkur fyrir í félagsmiðstöðinni sem er þarna rétt hjá. Ég tilkynni leikmannahópinn.

ÍA - FH hefst kl. 19:00 í Akraneshöllinni. Þeir sem að spila ekki koma á leikinn og hvetja.

Eftir leikinn þá pöntum við pitsu í félagsmiðstöðina og gerum eitthvað skemmtilegt. Þið verðið að koma með pening fyrir því.


Laugardagur 27. mars.

Vöknum kl. 08:00 á laugardagsmorgun.
  • Morgunmatur (sem þið komið sjálfir með). Göngum frá farangrinum þ.a. við séum tilbúnir til brottfarar.
  • Æfing í Akraneshöll (allur hópurinn) frá 09:00 - 10:15. Sturta og stutt sund.
  • Náum í farangurinn í félagsmiðstöðina.
  • Tökum strætó kl. 11:44 við Jaðarsbakka.
  • Komnir í Háholt kl. 12:19.
  • Tökum leið 15 niðrí bæ kl. 12:21.
  • Svo reddið ykkur bara heim. Þannig að þið sjáið að þið ættuð að vera komnir í Hafnarfjörð um 13:00.

Strætó kostar 300 krónur hvor ferð = 600 krónur.
Gistingin í félagsmiðstöðinni kostar 1.000 krónur.
Peningur fyrir pizzu, nammi og sundi.

Þið þurfið að hafa með ykkur
  • dýnu (9. bekkingarnir á Laugum fá dýnu), svefnpoka/sæng.
  • Fótboltadót.
  • Stuttbuxur/sundskýlu, handklæði.
  • Morgunmat.
Ekki taka með sér fartölvu eða annan óþarfa farangur.

Ég fer á bíl vegna þess að ég þarf að vera mættur í fermingu á laugardagsmorgun. Heimir kemur á föstudagskvöld og verður með ykkur um nóttina og stjórnar æfingunni daginn eftir og sér til þess að þið haldið tímaáætlun og náið strætónum suður á tilsettum tíma. Annars eruð þið sjálfir ábyrgir að fylgja þessum einföldu leiðbeiningum. Þetta verður bara smá ævintýri fyrir ykkur :)

Ef að þið komist ekki með þá verðið þið að láta mig vita sem fyrst.

Þó svo að þetta sé ferð með A-hópinn stefnum við að ferð með allan hópinn í vor, hvort sem við förum á Selfoss, Laugarvatn, Vík í Mýrdal...

2 comments:

  1. þori að veða 1000 kalli að Gulli skilur ekki anus hvað er í gangi
    --RoniEl

    ReplyDelete
  2. það eru landliðsæfingar um helgina.. en klárlega vík í mýrdal í sumar heldur en allt annað ! :D

    -doddi

    ReplyDelete