Sunday, March 21, 2010

Akranes

Eins og ég var búinn að segja eigum við leik við ÍA í Akraneshöllinni nk. föstudag, 26. mars, kl. 18:00 í A-liðum í Faxaflóamótinu.

Ætlunin er að fara uppeftir með um 20 manna hóp.

Við förum með strætó, spilum leikinn, gistum í félagsmiðstöðinni sem er rétt við Akraneshöllina, tökum æfingu kl. 9-10.15 morguninn eftir, svo jafnvel sund og strætó heim.

Skv. áætlun strætó eigum við að vera komnir upp á Skaga kl. 16:18 á föstudag og þar hittum við 9. bekkingana úr Setbergsskóla. Ég er búinn að redda dýnum fyrir þá stráka en aðrir verða að taka með sér dýnur.

Gistingin kostar 1000 krónur. Við fáum okkur eitthvað að borða á föstudagskvöld þ.a. þið verðið að hafa pening fyrir því og einnig strætó fram og til baka. Þið verðið sjálfir að hafa nesti til að borða á laugardagsmorgun. Við verðum komnir að skiptistöðinni Háholti í Mosfellsbæ kl. 12:19 á laugardegi. Svo er spurning hvort foreldrar ykkar sæki ykkur þangað eða þið takið annan strætó í Reykjavík og svo Hafnarfjörð. En nánar um það síðar.


Þeir strákar sem eru í 9. bekk í Setbergsskóla og eru valdir eru: Anton, Brynjar Geir, Böðvar, Dagur, Gulli, Ingvar og Tindur. Setbergsskóli hefur verið svo almennilegur að þeir ætla að leggja smá lykkju á leið sína suður frá Sælingsdal og hleypa ykkur út á Akranesi. Mér skilst að þið verðið þar um fjögur leytið þ.a. þið þurfið að bíða í íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum (við ÍA-völlinn) í smástund eftir okkur hinum. Foreldrar ykkar þurfa víst að koma við í Setbergsskóla og gefa formlegt leyfi fyrir því að þið verðið skildir eftir.

4 comments:

  1. þurfa þeir að gefa leyfi? hva á mánudag eða bara fyrir föstudaginn eða?

    Böddi

    ReplyDelete
  2. nei sleppum þessu, ég fattaði

    ReplyDelete
  3. hérna ég ætla ekki með vegna þess að ég get ekki verið með í þessum leik og get ekkert gert mikið á þessari æfingu ef það er í lagi

    kv ingvar

    ReplyDelete
  4. Já ok Ingvar. Hélt bara að þú vildir koma með, en ekkert mál.

    ReplyDelete