Monday, February 15, 2010

Njarðvíkurmótið

Heilt yfir var ég ánægður með ykkur í gær. Við hefðum að sjálfsögðu viljað vinna mótið, þar vantaði herslumuninn. En við rúlluðum liðinu vel, allir fengu a.m.k. 2 leiki, þið lögðuð ykkur fram og við lékum oft á tíðum vel.

FH - Njarðvík 2-0 (Danival og Brynjar)
FH - Grindavík 0-0
FH - Haukar 2-1 (Brynjar 2)
FH - Keflavík 0-1

Enduðum með 7 stig og markatöluna 4-2.

Varnarleikurinn var fínn, við fengum ekki mörg færi á okkur og Kristján stóð sig vel í markinu. Við byrjuðum af krafti í fyrsta leik og unnum sannfærandi sigur á Njarðvík. Við áttum að vinna Grindavík en fórum illa með færin. Haukaleikurinn var fínn, við skoruðum 4 lögleg mörk að mínu mati en 2 dæmd af. Fengum ódýrt mark á okkur í blálokin. Í Keflavíkurleiknum fannst mér menn of mikið við hugann við að okkur nægði jafnteflið. Við vorum of varfærnir, héldum boltanum ekki nægilega vel og okkur var refsað á síðustu mínútunni. Aulalegt að klára þetta ekki en við lærum af þessu.

No comments:

Post a Comment