8 leikmenn voru með 100% mætingu í nóvember. Þetta eru þeir Alex Birgir, Andri, Böðvar, Guðmundur Orri, Ingvar, Siggi Bond, Siggi K og Siggi Thorst. Að vísu fótbrotnaði Ingvar á fimmtudag og gat því eðlilega ekki mætt á tvær síðustu æfingarnar en ég held að það sé meira en sanngjarnt að segja að hann sé með 100% mætingu.
Þess má geta að Alex Birgir, Böðvar og Siggi Thorst. eru búnir að mæta á allar æfingarnar í haust og eru því með 100% mætingu í október og nóvember!
Fjölmargir leikmenn voru með yfir 90% mætingu og löglega afsakaðir á þær æfingar sem þeir mættu ekki á (önnur íþrótt, meiðsli eða veikindi). Brynjar J og Hlynur Smári voru t.d. á 19 af 20 æfingum. Arnar Stein, Aron K, Bjarka Frey, Dag, Danival, Emil, Goða, Jón Arnar, Jón Má, Lárus og Svavar vantaði t.a.m. (til að mynda) á örfáar æfingar.
Heilt yfir er ég mjög ánægður með æfingasóknina. Þið eruð að mæta vel og nánast undantekningalaust tilbúnir þegar æfing á að hefjast. Eins er ég afskaplega ánægður að sjá meidda menn mæta á æfingar og horfa á. Það skiptir miklu máli, þá finna bæði þjálfararnir og félagar ykkar í liðinu að þið eruð í þessu 100%. Menn þurfa ekki að vera alla æfinguna en það er sterkur leikur að líta við.
Við höfum æft stíft í haust, að jafnaði fimm sinnum í viku auk leikja. Það er frábært hversu hópurinn hefur sinnt þessu vel. Það veit á gott enda er eina leiðin til að verða betri í fótbolta að æfa og aftur æfa. Það er ekki hægt að stytta sér leið í því frekar en öðru.
Fyrir jól mun ég láta ykkur fá yfirlit yfir æfingasókn í október, nóvember og desember.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
hver er DJ á æfingu á eftir
ReplyDeleteHandbolta æfing , þannig ég kem ekki í dag þriðjudag
ReplyDeleteKv. Gulli
komst ekki í dag vegna meiðsla
ReplyDeletekv.anton leifs