Sunday, November 29, 2009

KEF


Helstu ástæður þess að maður fer til Keflavíkur eru: A) Þú ert að fara til útlanda. B) Þú ert að fara að keppa. C) Þú ert að fara á GCD tónleika eins og við JP gerðum á Ljósanótt!

Annars hef ég lúmskt gaman að því að fara til KEF. Alltaf hörkuleikir og einhverra hluta vegna er óvenju hátt hlutfall af fallegu kvenfólki þar.

Nú jæja mótið var mjög gagnlegt á laugardaginn. Við kepptum hörkuleiki hjá báðum liðum og þó úrslitin hafi ekki alltaf verið eins og við vildum höfðum við mjög gott af þessu móti. Við sáum fullt af hlutum sem við vorum ánægðir með og eins mýmargt sem má bæta. En að leikjunum.

FH 1

Haukar 1-2 (Doddi). Hörkuleikur sem við hefðum auðveldlega getað unnið. Haukar skoruðu fyrst með skalla eftir hornspyrnu. Doddi jafnaði beint úr aukaspyrnu áður en Haukarnir skoruðu sigurmarkið. Við fengum 2-3 dauðafæri til að jafna en nýttum þau ekki.

HK 0-1. Við gerðum töluverðar breytingar milli leikja og það sást greinilega í þessum leik. Við vorum lengi að finna taktinn, héldum boltanum illa og vorum á tímabili of mikið að senda langa bolta fram sem hentar okkar liði engan veginn. Síðustu 10 mínúturnar voru þó mun betri og við hefðum getað jafnað undir lokin en HK vann sanngjarnan sigur.

Njarðavík 1-0 (Flóki) Kristján Flóki skoraði strax í byrjun eftir góða sókn og við vorum fínir fyrstu 10 mínúturnar en eftir að markvörður Njarðvíkur var vikið af velli eftir að hafa veist að Bödda þá má segja að við höfum slakað of mikið á og leikur okkar datt niður.

Keflavík 0-1. Þessi leikur var nokkuð góður hjá okkur. Sérstaklega vorum við sterkari fyrstu 15 mínúturnar. Við fengum hinsvegar afar ódýrt mark á okkur þegar 5 sekúndur voru eftir og gengum því með óbragð í munni af leikvelli.


FH 2

Keflavík 0-1. Hörkuleikur sem hefði getað dottið hvorum megin sem er. Heimamenn skoruðu 7-8 mínútum fyrir leikslok og okkur tókst ekki að jafna metin.

Afturelding 0-2. A-lið Mosfellinga var of stór biti. Við vörðumst þó vel lengst af og Afturelding braut ekki ísinn fyrr en 12 mínútur voru eftir. Við freistuðum þess að jafna með því að færa Ítalann á miðjuna en allt kom fyrir ekki og Afturelding skoraði aftur undir lokin og tryggðu sér sigur.

KFR 2-1. Siggi Thorst. skoraði fyrra markið eftir góðan undirbúning Arnars Steins og Ferro. Brynjar J. bætti öðru marki við og við vorum á góðri siglingu. Á síðustu mínútu minnkuðu Sunnlendingar muninn en lengra komust þeir ekki og góður sigur í höfn.


Eins og ég segi var þetta mjög gagnlegt mót. Hörkuleikir allt saman. Við þjálfararnir fengum tækifæri til að prófa leikmenn í hinum ýmsu stöðum og margir komu okkur skemmtilega á óvart. Ég verð þó að minnast á að mér fannst markvarslan hjá okkur afar góð. Við erum vel settir að hafa á 4 góðum markvörðum á að skipa. Það færir liðunum öryggi úti á vellinum og gerir æfingarnar skemmtilegri.

No comments:

Post a Comment