Thursday, November 12, 2009

Góður sigur á HK

FH - HK fimmtudaginn 11. nóvember kl. 17:00

2-1 (1-1). Ingvar, Doddi.

Leikurinn byrjaði ekkert sérstaklega fyrir okkur því við fengum á okkur mark eftir hornspyrnu strax á 1. mínútu leiksins. Adam dvaldi ekki lengi í Paradís forðum fremur en Kópavogspiltar í gærkvöldi því nokkrum mínútum síðar jafnaði Ingvar muninn eftir hornspyrnu frá Alex Birgi.

Doddi skoraði svo sigurmarkið skömmu eftir leikhlé þegar hann prjónaði sig í gegnum vörn gestanna og afgreiddi boltann snyrtilega í netið.

HK sótti mjög undir lokin en við vörðumst vel og innbyrtum góðan sigur.

Það sem mér fannst fyrst og fremst jákvætt við leikinn var að sjálfsögðu að vinna hann! Einnig fannst mér vörn og markvarsla traust og baráttan var í fínu lagi.

Það sem við þurfum að bæta er dekkning í hornspyrnu og aukaspyrnum. Einnig fannst mér við ekki halda boltanum nægilega vel, þetta var frekar mikið þóf á köflum. En við eigum eftir að þróa spilið og sendingaleiðir betur.

En góður sigur og nú endum við Faxaflóamótið gegn Gróttu á fimmtudag og ætlum okkur að sjálfsögðu sigur í þeim leik!

6 comments:

  1. Kemst ekki á æfingu í kvöld þarf að vera mættur e-h í reyljavík kl.19:30
    -Biggi Hösk

    ReplyDelete
  2. kemst ekki á æfingu í kvöld er veikur
    Arnar Steinn

    ReplyDelete
  3. kemst ekki á æfingu í dag vegna meiðsla
    Kv arngrimur

    ReplyDelete
  4. Kem ekki á æfingu í kvöld, er meiddur í hnénu eftir leikinn í gær:S
    -Jón Arnar Jóns

    ReplyDelete
  5. kemst ekki á æfingu í kvöld er meiddur
    kv.lárus

    ReplyDelete
  6. ég kemst ekki á æfingu í kvöld. mæti á föstudaginn.

    kv.Goði

    ReplyDelete