Monday, October 19, 2009

Styrktarþjálfun í Hress

Sælir strákar. Í vetur verðum við í styrktar- og liðleikaþjálfun í líkamsræktarstöðinni Hress. Þau í Hress bjóða okkur að kaupa 5 mánaða kort á aðeins 9.900 krónur sem hlýtur að teljast kostaboð. Þessu fylgir að þið getið farið í Hress að vild utan æfingatíma og einnig gildir kortið í Ásvallalaug.

Við munum vera með tíma á þriðjudögum og fimmtudögum frá 19:30 - 21:00 og það er ljóst að þið verðið orðnir "hrikalegir" í vor:)

Fyrsti tíminn verður nú á fimmtudaginn og þið gangið frá greiðslu upp í Hress. Hægt er að borga með raðgreiðslum á Euro/Visa.

Við munum bjóða upp á það að menn geti komið með sinn I-pod (tónhlöðu) og spilað í tímanum og munum við þjálfararnir leggja vel við hlustir og jafnvel gefa lagalistanum einkunn!

Fyrstur að ríða á vaðið er enginn annar en DJ JPP Blaztmazter. Ég veit að hann á ekki eftir að valda vonbrigðum...

15 comments:

  1. vrður hann á ásvöllum eða þarna hjá bónus?

    ReplyDelete
  2. enn ég á kort í hress sem rennur út um miðjan november get eg keypt nytt a 9.990 þegar mitt rennur út?
    kv Biggi

    ReplyDelete
  3. Nei við verðum í Hress á Dalshrauni. Biggi, já ég hugsa það að þú getir endurnýjað kortið um miðjan nóv fyrst þú átt kort.

    ReplyDelete
  4. Getum við þá ekki farið í Hress í ásvallarlaug :S?
    -Danival

    ReplyDelete
  5. heyrðu er orðinn eh slappur þannig ég mæti allavega ekki í dag

    Brynjar Smári

    ReplyDelete
  6. Jú við fáum frítt í Ásvallalaug.

    ReplyDelete
  7. ókei þannig við getum notað þetta kort sem við fáum til þess að komast í hress á dalshrauni og ásvöllum hvenær sem við viljum ?? :D

    -doddi

    ReplyDelete
  8. ja doddi paper
    -Biggi

    ReplyDelete
  9. Kórrétt hjá Pappírnum ;0 Þið komist í Hress á Dalshrauni og Ásvöllum hvenær sem þið viljið + kortið gildir líka í sund í Ásvallalaug.

    ReplyDelete
  10. þetta er gjöðveikt ! :D

    -doddi

    ReplyDelete
  11. kemst ekki á æfingu þriðjudagin

    ReplyDelete
  12. Flóki

    kem ekki í dag þriðjudag er að drepast í vinstri fætinum eftir afreksskólann

    ReplyDelete
  13. kemst ekki á æfingu í dag (þriðjudag) kv. Brynjar Örn

    ReplyDelete
  14. kemst ekki á æfingu í dag, depast í hælnum
    kv. danival

    ReplyDelete
  15. Kommentin min eru greinilega ekki að virka! Er mjög líklega með svínaflensuna þannig ég tek því rólega í 5-7 daga.

    Kv Siggi Bond

    ReplyDelete